Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 16. október 2019 10:50
Magnús Már Einarsson
Þjálfari Búlgaríu biðst afsökunar
Mynd: Getty Images
Krasimir Balakov, þjálfari Búlgaríu, hefur beðið enska landsliðið afsökunar á kynþáttafordómum frá stuðningsmönnum í leik liðanna í fyrrakvöld.

Raheem Sterling, Marcus Rashford og Tyrone Mings urðu allir fyrir kynþáttafordómum í leiknum í fyrrakvöld en stöðva þurfti leikinn tvívegis í fyrri hálfleik.

Beint eftir leik sagðist Balakov ekki hafa orðið var við fordómana og gerði lítið úr málinu.

Balakov hefur hins vegar núna sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann biðst afsökunar

„Ég fordæmi skilyrðislaust allar tegundir af kynþáttafordómum því það er óásættanleg hegðun sem stríðir gegn venjulegum mannlegum samskiptum," sagði Balakov í yfirlýsingu sinni á Facebook.

„Fordæmar ættu að tilheyra fortíðinni og enginn ætti að verða fyrir þeim."

„Ég hef þjálfað mörg búlgörsk lið þar sem leikmenn hafa mismunandi bakgrunna og ég hef aldrei dæmt neinn út frá litarhætti."

„Ég vil koma því skýrt á framfæri að það er búið að tilkynna um fordóma í leiknum á leikvanginum í Sofia. Ég bið enska fótboltamenn og alla aðra sem finnst þeim misboðið innilegrar afsökunar."

Athugasemdir
banner
banner