Onana aftur til Inter - Zinchenko aftur til Arsenal - Man Utd horfir til Rennes - Palmer ósnertanlegur
   fim 29. janúar 2026 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Nánast útilokað að Sterling fari til Napoli
Mynd: EPA
Giovanni Manna, yfirmaður íþróttamála hjá Napoli, segir það nánast útilokað að félagið reyni að fá enska vængmanninn Raheem Sterling til félagsins í þessum mánuði.

Sterling rifti samningi sínum við enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea í gær.

Englendingurinn átti aðeins rúmt hálft ár eftir af samningnum en hann hafði ekki spilað mótsleik með liðinu síðan í maí 2024 og fékk ekki að æfa með aðalliðinu á þessari leiktíð.

Síðasta sumar var Sterling í viðræðum við ítalska félagið Napoli, en þær viðræður náðu ekki langt enda launakröfur Englendings allt of háar fyrir félagið.

Manna segir stöðuna ekki hafa breyst.

„Raheem er mjög góður leikmaður, en hann hefur ekki spilað í langan tíma. Við ræddum við hann í sumar en þetta er mjög erfitt núna út af of háum launakröfum leikmannsins," sagði Manna við Sky fyrir leik Napoli gegn Chelsea í gær.
Athugasemdir
banner