Heims- og Sambandsdeildarmeistarar Chelsea hafa samþykkt að lána Ekvadorann Kendry Paez til River Plate í Argentínu en þetta segir Fabrizio Romano á X.
Chelsea festi kaup á hinum bráðefnilega Paez á síðasta ári frá Independiente del Valle en hann var orðaður við öll stærstu félög heims á þeim tímapunkti.
Hann var lánaður til franska félagsins Strasbourg, sem er einnig í eigu BlueCo, en félögin hafa tekið ákvörðun um að rifta lánssamningnum.
Romano segir að Paez, sem er 18 ára gamall fastamaður í landsliði Ekvador, til River Plate í Argentínu og er hann því að snúa aftur í suður-ameríska fótboltann.
Paez er farinn til Argentínu þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun áður en hann skrifar undir samninginn.
Chelsea er sammála því að þetta sé rétta skrefið til að þróa hæfileika leikmannsins en hann mun vera hjá félaginu út þetta tímabil áður en hann snýr aftur til Chelsea.
Athugasemdir



