Juve reynir við Kolo Muani og Zirkzee - Mateta orðaður við Spurs - Fundað um Maguire
banner
   fim 29. janúar 2026 08:00
Brynjar Ingi Erluson
„Þurfum að horfa í það jákvæða"
Mynd: EPA
Argentínumaðurinn Alexis Mac Allister var besti maður Liverpool í stórkostlegri frammistöðu liðsins í 6-0 sigrinum á Qarabag í lokaumferðinni í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær.

Mac Allister skoraði tvö mörk fyrir Liverpool í leiknum og var valinn maður leiksins af Sky Sports.

„Við sleppum við umspilsleikina sem er ótrúlega mikilvægt á svona löngu tímabili eins og þessu. Við vorum of opnir í fyrri hálfleiknum en mun betri í þeim síðari og náðum í mörkin," sagði Mac Allister.

Hann fékk gullið tækifæri til þess að skora fyrstu þrennuna á ferlinum eftir fyrirgjöf Salah en brást bogalistin.

„Mér fannst við gera vel. Ég er hrifinn af því að koma mér í teiginn og kannski segja sumir að ég sé ekki það góður þegar ég mæti þangað. Ég er enn reiður út í sjálfan mig því þetta var ótrúlega góð fyrirgjöf frá Mo og góður möguleiki fyrir mig til að skora fyrstu þrennuna á ferlinum."

„Við vitum að við höfum verið betri í Meistaradeildinni en í úrvalsdeildinni. Við þurfum samt að horfa í það jákvæða, en fyrst og fremst hugsa um næsta leik,"
sagði Mac Allister.
Athugasemdir
banner
banner
banner