Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 16. október 2020 15:00
Magnús Már Einarsson
King: Verstu tveir mánuðir ævi minnar
Joshua King.
Joshua King.
Mynd: Getty Images
Norski framherjinn Joshua King er afar ósáttur við að hafa ekki fengið að fara frá Bournemouth. Manchester United reyndi að fá King í janúar en ekkert varð af þeim félagaskiptum.

Undanfarnar vikur hefur King verið orðaður við nokkur félög en ekkert hefur gerst. Útlit er því fyrir að hann verði áfram hjá Bournemouth í Championship deildinni.

„Þetta hafa ekki verið auðveldir mánuðir fyrir mig andlega. Mikið af fólki dæmir af því sem það sér en það veit ekki hvað er í gangi bakvið tjöldin. Þið munið frétta þetta einn daginn, ég lofa því. Þetta hefur verið erfitt en ég vil ekki að neinn vorkenni mér," sagði King.

„Í hreinskilni veit ég ekki hvað gerist. Ég gæti skrifað bók um það sem hefur gerst undanfarna tvo mánuði. Í hreinskilni sagt þá hafa þetta verið tveir verstu mánuðir lífs míns."

„Ef þetta væri mitt val þá væri ég nú þegar búinn að skrifa undir hjá nýju félagi, búinn að spila fjóra leiki og væri í toppformi. Ég held að ég félagið vilji hafa mig hér en við vorum búnir að komast að samkomulagi eftir það sem gerðist í janúar."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner