Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   lau 16. október 2021 17:16
Brynjar Ingi Erluson
Ísak Snær: Ætlum að koma hingað á næsta ári og taka dolluna heim
Ísak Snær í leiknum í dag
Ísak Snær í leiknum í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður ÍA, var svekktur eftir 3-0 tapið gegn Víkingum í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli í dag en segist staðráðinn í því að taka dolluna heim á Akranes á næsta ári.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  3 Víkingur R.

Ísak hefur átt gott tímabil með ÍA en hann er á láni frá enska úrvalsdeildarfélaginu Norwich City.

Hann var einnig á láni hjá ÍA seinni hluta síðasta tímabils og líður vel á Akranesi.

Miðjumaðurinn sterki vildi ekki fullyrða það að hann yrði áfram hjá ÍA en talaði þó þannig. Hann vill dolluna heim á næsta ári.

„Ég veit það ekki. Maður fer ekki í úrslitaleik til að tapa, maður fer í hann til að vinna. Þetta var ekki okkar dagur og mér finnst við ekkert svakalega góðir. Þeir tóku færin sem þeir fengu og ekki við," sagði Ísak.

Hann var sérstaklega ánægður með stuðninginn en Skagamenn voru enn syngjandi eftir leikslok.

„Það var geggjað. Eins og þú heyrir þá eru þeir enn syngjandi þó við höfum tapað. Við ætlum okkur að koma hingað aftur á næsta ári og taka dolluna heim."

Ísak heldur erlendis á morgun og á eftir að ræða málin við Norwich en hann gat ekki fullyrt neitt um framtíðina.

„Ég veit það ekki. Ég skoða stöðuna og kemur í ljós hvað gerist. Ég er ekkert búinn að heyra í þeim eins og er. Sjáum hvað gerist núna þegar tímabilið er búið. Ég fer út á morgun og þá sjáum við hvað gerist," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner