Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   lau 16. október 2021 17:16
Brynjar Ingi Erluson
Ísak Snær: Ætlum að koma hingað á næsta ári og taka dolluna heim
Ísak Snær í leiknum í dag
Ísak Snær í leiknum í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður ÍA, var svekktur eftir 3-0 tapið gegn Víkingum í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli í dag en segist staðráðinn í því að taka dolluna heim á Akranes á næsta ári.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  3 Víkingur R.

Ísak hefur átt gott tímabil með ÍA en hann er á láni frá enska úrvalsdeildarfélaginu Norwich City.

Hann var einnig á láni hjá ÍA seinni hluta síðasta tímabils og líður vel á Akranesi.

Miðjumaðurinn sterki vildi ekki fullyrða það að hann yrði áfram hjá ÍA en talaði þó þannig. Hann vill dolluna heim á næsta ári.

„Ég veit það ekki. Maður fer ekki í úrslitaleik til að tapa, maður fer í hann til að vinna. Þetta var ekki okkar dagur og mér finnst við ekkert svakalega góðir. Þeir tóku færin sem þeir fengu og ekki við," sagði Ísak.

Hann var sérstaklega ánægður með stuðninginn en Skagamenn voru enn syngjandi eftir leikslok.

„Það var geggjað. Eins og þú heyrir þá eru þeir enn syngjandi þó við höfum tapað. Við ætlum okkur að koma hingað aftur á næsta ári og taka dolluna heim."

Ísak heldur erlendis á morgun og á eftir að ræða málin við Norwich en hann gat ekki fullyrt neitt um framtíðina.

„Ég veit það ekki. Ég skoða stöðuna og kemur í ljós hvað gerist. Ég er ekkert búinn að heyra í þeim eins og er. Sjáum hvað gerist núna þegar tímabilið er búið. Ég fer út á morgun og þá sjáum við hvað gerist," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner