Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   lau 16. október 2021 17:16
Brynjar Ingi Erluson
Ísak Snær: Ætlum að koma hingað á næsta ári og taka dolluna heim
Ísak Snær í leiknum í dag
Ísak Snær í leiknum í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður ÍA, var svekktur eftir 3-0 tapið gegn Víkingum í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli í dag en segist staðráðinn í því að taka dolluna heim á Akranes á næsta ári.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  3 Víkingur R.

Ísak hefur átt gott tímabil með ÍA en hann er á láni frá enska úrvalsdeildarfélaginu Norwich City.

Hann var einnig á láni hjá ÍA seinni hluta síðasta tímabils og líður vel á Akranesi.

Miðjumaðurinn sterki vildi ekki fullyrða það að hann yrði áfram hjá ÍA en talaði þó þannig. Hann vill dolluna heim á næsta ári.

„Ég veit það ekki. Maður fer ekki í úrslitaleik til að tapa, maður fer í hann til að vinna. Þetta var ekki okkar dagur og mér finnst við ekkert svakalega góðir. Þeir tóku færin sem þeir fengu og ekki við," sagði Ísak.

Hann var sérstaklega ánægður með stuðninginn en Skagamenn voru enn syngjandi eftir leikslok.

„Það var geggjað. Eins og þú heyrir þá eru þeir enn syngjandi þó við höfum tapað. Við ætlum okkur að koma hingað aftur á næsta ári og taka dolluna heim."

Ísak heldur erlendis á morgun og á eftir að ræða málin við Norwich en hann gat ekki fullyrt neitt um framtíðina.

„Ég veit það ekki. Ég skoða stöðuna og kemur í ljós hvað gerist. Ég er ekkert búinn að heyra í þeim eins og er. Sjáum hvað gerist núna þegar tímabilið er búið. Ég fer út á morgun og þá sjáum við hvað gerist," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner