Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 16. nóvember 2022 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Moukoko byrjaði fremstur í sigri Þjóðverja
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Hinn 17 ára gamli Youssoufa Moukoko byrjaði í fremstu víglínu í sigri Þjóðverja gegn Óman í lokaleik sínum fyrir HM í Katar.


Þjóðverjar voru við stjórn allan tímann en lentu í vandræðum fyrir framan markið og skópu að lokum aðeins eins marks sigur.

Niclas Füllkrug kom inn fyrir Moukoko í hálfleik og skoraði hann eina mark leiksins á 80. mínútu eftir undirbúning frá Kai Havertz sem byrjaði leikinn í holunni fyrir aftan Moukoko og var einn af fimm sem lék til leiksloka.

Þýskaland er í riðli með Spán, Japan og Kosta Ríka á HM.

Óman 0 - 1 Þýskaland
0-1 Niclas Fullkrug ('80)

Pólland vann einnig sinn lokaleik fyrir HM þegar liðið tók á móti Síle. Robert Lewandowski var ónotaður varamaður í 1-0 sigri þar sem Krzysztof Piatek kom inn af bekknum og gerði eina mark leiksins á 85. mínútu.

Viðureignin í Póllandi var fjörug þar sem liðin skiptust á að sækja gegn leikmönnum Síle sem eru enn afar svekktir með að komast ekki á HM.

Pólland er í riðli með Argentínu, Mexíkó og Sádí-Arabíu.

Pólland 1 - 0 Síle
1-0 Krzysztof Piatek ('85)


Athugasemdir
banner
banner