Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
   sun 16. nóvember 2025 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Lukkukrakki fyrir fjórtán árum en samherjar í dag - „Í henni kristallast hringrás fótboltans“
Eggert Aron var eitt sinn lukkukrakki fyrir leik íslenska landsliðsins
Eggert Aron var eitt sinn lukkukrakki fyrir leik íslenska landsliðsins
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Jóhann Berg Guðmundsson
Jóhann Berg Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eggert Magnússon, fyrrum formaður KSÍ, birti skemmtilega mynd á Facebook-síðu sinni í gær en þar sýndi hann hina ótrúlegu hringrás fótboltans eins og spekingurinn Jóhann Már Helgason orðaði það á X.

Jóhann Már deildi myndinni sem Eggert birti á Facebook, en þar má sjá landsliðsmanninn Eggert Aron Guðmundsson í hlutverki lukkukrakka.

Hann stóð þar fyrir framan Jóhann Berg Guðmundsson, sem lék sinn 100. landsleik í 2-0 sigrinum á Aserbaídsjan á fimmtudag.

„Hinn eini sanni Eggert Magnússon birtir þessa mynd á gamla góða Facebook.

Þetta er frábær mynd af þeim Eggert Aroni og Jóa Berg, í henni kristallast hringrás fótboltans þar sem þeir eru núna samherjar í landsliðinu.,“
skrifaði Jóhann Már við færslu sína á X og birti myndina.

Það má til gamans geta að Eggert Aron er barnabarn Eggerts Magnússonar.

Ekki fylgdi með hvaða leikur þetta var en áætla má að þetta hafi verið fyrir 1-0 sigurinn á Kýpur í undankeppni EM 2012. Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið á 5. mínútu.


Athugasemdir
banner
banner