Íslenska karlalandsliðið heimsækir Úkraínu í hreinum úrslitaleik um umspilssæti á HM í Varsjá klukkan 17:00 í dag, en leikurinn er í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net og í beinni útsendingu á Sýn Sport.
Ísland þarf aðeins stig til þess að komast í umspilið sem fer fram í mars á næsta ári.
Strákarnir sitja í öðru sæti D-riðils með 7 stig, eins og Úkraína, sem er með slakari markatölu í sætinu fyrir neðan.
Allt er klárt fyrir stórleikinn og nú er það bara að klára dæmið og komast í umspil!
Leikir dagsins:
Landslið karla - HM 2026
17:00 Úkraína-Ísland (The Marshall Józef Pilsudski Stadium)
17:00 Aserbaísjan-Frakkland (Tofiq Bahramov Republican Stadium)
Landslið karla - HM 2026
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. Frakkland | 5 | 4 | 1 | 0 | 13 - 3 | +10 | 13 |
| 2. Ísland | 5 | 2 | 1 | 2 | 13 - 9 | +4 | 7 |
| 3. Úkraína | 5 | 2 | 1 | 2 | 8 - 11 | -3 | 7 |
| 4. Aserbaísjan | 5 | 0 | 1 | 4 | 2 - 13 | -11 | 1 |
Athugasemdir



