Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 17. janúar 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lagerback þögull um áhuga frá Íslandi
Icelandair
Lars Lagerback.
Lars Lagerback.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ræddi við Lars Lagerback áður en Arnar Þór Viðarsson var ráðinn sem nýr landsliðsþjálfari fyrir lok síðasta árs.

Lagerback var landsliðsþjálfari Íslands frá 2011 til 2016 og náði mögnuðum árangri. Hann, ásamt Heimi Hallgrímssyni, kom Íslandi í fyrsta sinn á stórmót.

Það kom ekki til greina að ráða Lagerback sem þjálfara þar sem hann var ekki tilbúinn í fullt starf. Viðræður hafa hins staðið yfir um að Lagerback komi inn í teymið með Arnari og Eiði Smára Guðjohnsen.

„Við höfum talað við Lars. Við erum rosalega spenntir fyrir því að fá Lars með okkur inn í undankeppni HM. Það er einfaldlega vegna þess að Lars býr yfir gífurlegri reynslu og gæðum sem þjálfari. Við teljum að ef Lars er tilbúinn að koma og aðstoða okkur og stíga inn í starfshópinn okkar þá muni það styrkja allt umhverfið í kringum landsliðið til muna," sagði Arnar Þór.

Lars, sem var rekinn sem þjálfari norska landsliðsins seint á síðasta ári, ræddi við Fotbollskanalen í Svíþjóð um áhuga frá KSÍ en hann vildi ekki mikið tjá sig um það.

„Ég er bara að hugsa um að fara eftir öllum þeim reglum sem við búum við í samfélaginu núna. Ég loka ekki neinum dyrum og ég veit ekki hvað gerist í framtíðinni. Ég hef fengið nokkrar fyrirspurnir en ég vil ekki segja hvaðan þær hafa komið," sagði hinn 72 ára gamli Lagerback.

Hann segir að til þess að hann taki eitthvað starf að sér, þá þurfi það að heilla hann og vera áhugavert fótboltalega séð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner