mán 17. janúar 2022 14:24
Elvar Geir Magnússon
Aubameyang yfirgefur Afríku og heldur til London í skoðun
Pierre-Emerick Aubameyang.
Pierre-Emerick Aubameyang.
Mynd: EPA
Sóknarmaðurinn Pierre-Emerick Aubameyang er á leið til baka til Arsenal eftir að hjartavandamál komu í ljós í kjölfarið á því að hann smitaðist af Covid-19.

Tveir leikmenn Gabon, Aubameyang og Mario Lemina sem spilar fyrir Nice, hafa yfirgefið Afríkukeppnina en báðir greindust með hjartavandamál.

Sjá einnig:
Aubameyang með hjartavandamál

Aubameyang er á leið til London í frekari skoðanir og óvíst hvort hann gæti snúið aftur fyrir útsláttarkeppni Afríkukeppninnar. Sáratengdar vefjaskemmdir í hjarta komu í ljós en læknateymið á Afríkukeppninni hefur þó fullvissað Arsenal um að vandamálið sé ekki alvarlegt

Það hefur gustað hressilega um Aubameyang á tímabilinu en hann var sviptur fyrirliðabandinu hjá Arsenal vegna agabrota. Í kjölfarið setti Mikel Arteta hann utan hóps.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner