mán 17. janúar 2022 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Börn með höfuðljós í fótbolta - Skrifuðu bréf til bæjarstjórnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Börn í Reykjahverfi í Mosfellsbæ ákváðu að senda frá sér beiðni til bæjarstjórnar þar sem þau hafa verið að spila fótbolta í myrkri. Það gengur náttúrulega ekki upp.

RÚV fjallaði um þetta mál í kvöldfréttum sínum um helgina. Þar sögðu börnin í Fótboltagenginu - eins og þau kalla sig - frá því að þau þyrftu að spila fótbolta með höfuðljós þar sem lýsingin á fótboltavellinum væri engin á kvöldin núna yfir vetrartímann.

Þau ákváðu að handskrifa bréf til bæjarstjórnar svo hægt væri að kippa þessu í laginn.

Í bréfinu segjast börnin fara út í fótbolta á hverju kvöldi en aðstæður séu ekki góðar. Þau óska eftir því að fá gervigras og ljós svo hægt sé að sjá almennilega.

Fram kemur á RÚV að bæjarráð hafi fjallað um erindið í vikunni. Verður það skoðað nánar og fær bæjarráð það til afgreiðslu á ný að lokinni umsögn og úttekt umhverfissviðs eftir um hálfan mánuð.

Hægt er að sjá þetta frábæra innslag með því að smella hérna og hér fyrir neðan má sjá bréfið sem börnin skrifuðu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner