Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 17. janúar 2023 14:41
Elvar Geir Magnússon
„Ronaldo viðtalið eitt það besta sem hefur komið fyrir Man Utd“
Cristiano Ronaldo og Erik ten Hag.
Cristiano Ronaldo og Erik ten Hag.
Mynd: EPA
Chris Sutton, sérfræðingur BBC, hrósar Erik ten Hag stjóra Manchester United og segir klárt mál að liðið sé á réttri leið undir hans stjórn.

„Það er mikil ró yfir Manchester United, innan sem utan vallar. Félagið er á réttri leið og stór ástæða fyrir því er að Cristiano Ronaldo er farinn. Ef hann væri enn þarna væri þetta ský enn yfir og sögur um óánægju í klefanum. Hann er farinn og þeir eru orðnir lið," segir Sutton.

Stuðningsmenn United fóru yfir stöðu mála í hlaðvarpi á vegum BBC og segir að eftir allt saman hafi það hjálpað félaginu að Ronaldo fór í umtalað viðtal við Piers Morgan. Það viðtal varð kveikjan að því að samningi portúgölsku stórstjörnunnar var rift.

„Það er búið að losa dansarana í klefanum og þá sem gerðu ekkert inná vellinum í burtu. Erik ten Hag er snjall að greina hvaða leikmenn hann vill hafa, hann er búinn að skapa jafnvægi. Að Cristiano Ronaldo hafi farið í þetta viðtal er líklega eitt það besta sem gat komið fyrir Manchester United," segir Michala Hulme.
Enski boltinn - London er rauð og það er Manchester líka
Athugasemdir
banner
banner
banner