banner
   fös 17. mars 2023 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Chiesa bað stuðningsmennina afsökunar - „Ég vil vera hér"
Mynd: Getty Images

Federico Chiesa skoraði seinna mark Juventus í sigri liðsins gegn Freiburg í gær. Juventus vann einvígið 3-0 og verður því í pottinum þegar dregið verður í 8 liða úrslit Evrópudeildarinnar í dag.


Um leið og hann skoraði hljóp hann í átt að stuðningsmönnum ítalska liðsins og virtist biðja þá afsökunnar.

Hann útskýrði fagnið í viðtali við Sky Sport Italia eftir leikinn.

„Ég vil vera hér, ég vil hjálpa liðinu og félaginu eftir allt sem það hefur gert fyrir mig. Því miður hef ég ekki gert það síðustu ár, ég er ekki upp á mitt besta eftir smá vesen," sagði Chiesa.

„Ég biðst fyrirgefningar á því að vera ekki til staðar, ég vil gera mitt besta í hverjum leik. Ég baðst afsökunnar því ég vil spila og færa stuðningsmönnunum gleði."

Hann hefur átt við meiðsli að stríða undanfarið en hann meiddist í janúar 2022 og kom ekki til baka fyrr en í lok árs, hann missti af 4-2 sigri liðsins gegn Sampdoria um síðustu helgi vegna smávægilegra meiðsla.


Athugasemdir
banner
banner
banner