Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 17. mars 2023 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fernandes sá sem hefur spilað mest af öllum
Fernandes spilar alla leiki.
Fernandes spilar alla leiki.
Mynd: EPA
Portúgalski miðjumaðurinn Bruno Fernandes er sá leikmaður sem hefur spilað flestar mínútur af leikmönnum í fimm sterkustu deildum Evrópu á þessu tímabili.

Frá þessu greinir The Athletic í dag.

Man Utd hefur spilað ansi marga leiki á tímabilinu og er Fernandes algjör lykilmaður.

Hann spilaði 68 mínútur gegn Real Betis í Evrópudeildinni í gær og er núna sá leikmaður sem hefur spilað flestar mínútur á tímabilinu, af leikmönnum sem spila fyrir félög í fimm sterkustu deildum Evrópu.

Fernandes hefur alls leikið 3751 mínútu á þessu tímabili en næst á eftir kemur liðsfélagi hans, markvörðurinn David de Gea. Í þriðja sæti er Vinícius Júnior, kantmaður Real Madrid.

Fernandes er gríðarlega mikilvægur fyrir lið Man Utd og ekki síst af því að hann spilar alla leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner