Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   fös 17. mars 2023 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fullyrðir að Juventus ætli sér ekki að losa Pogba
Mynd: Getty Images
Juventus er ekki að reyna leysa Paul Pogba, sem mikið hefur glímt við meiðsli á tímabilinu, undan samningi. Þetta sagði Francesco Calvo, háttsettur aðili í stjórn Juventus, í gær og félagið sé spennt að fá Pogba aftur úr meiðslum.

Pogba sneri til baka til Juventus síðasta sumar eftir sex ár hjá Manchester United. Hann hefur samtals spilað minna en 40 mínútur á tímabilinu, kom inn á gegn Torino og Roma en annars ekkert spilað.

„Hann er fyrstur til að viðurkenna að hann er ekki ánægður með þetta ár og sín nýjustu meiðsli," sagði Calvo við Sky Sport fyrir leik Juve gegn Freiburg í gær.

„Ég hef lesið um að Juventus vilji losa hann, það er ekkert til í því. Hann kom hingað þegar hann var nítján ára, hann lítur á félagið sem sína fjölskyldu, en við erum fjölskylda sem krefst mikils af honum. Við vonumst til að fá hann til baka sem allra fyrst. Við höfum svo mikla trú á honum, annars hefðum við ekki boðið honum fjögurra ára samning. Hann veit að við erum ekki sáttir með hvernig tímabilið hefur farið, hann hugsar þetta eins," sagði Calvo.

Sjá einnig:
Martröð Pogba hjá Juventus heldur áfram
Athugasemdir
banner
banner
banner