Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fös 17. mars 2023 21:46
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Fjögurra marka jafntefli í Mönchengladbach
Borussia M. 2 - 2 Werder
1-0 Marcus Thuram ('48 )
1-1 Marvin Ducksch ('65 )
2-1 Florian Neuhaus ('73 )
2-2 Marvin Ducksch ('89 )

Marvin Ducksch skoraði bæði mörk Werder Bremen er liðið gerði 2-2 jafntefli við Borussia Mönchengladbach í þýsku deildinni í kvöld.

Eftir markalausan fyrri hálfleik tókst Marcus Thuram að koma Gladbach í forystu á 48. mínútu eftir að Bremen tapaði boltanum á miðsvæðinu. Jonas Hoffman kom með laglega hælsendingu inn á Thuram sem kom Gladbach yfir.

Gladbach klúðraði mörgum dauðafærum í þessum leik og kostaði það liðið. Ducksch jafnaði metin á 65. mínútu en átta mínútum síðar skoraði Florian Neuhaus.

Ducksch sá þó til þess að Bremen færi ekki tómhent heim úr þessari ferð og jafnaði eftir sendingu frá Niclas Füllkrug undir lok leiksins.

Gladbach er í 10. sæti með 31 stig og tímabilið mikil vonbrigði til þessa en Bremen er með jafnmörg stig í 11. sæti.
Athugasemdir
banner