Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 17. apríl 2021 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Ákvað að taka mér pásu af persónulegum ástæðum"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurjón Daði Harðarson
Sigurjón Daði Harðarson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Gunnar Guðmundsson er 27 ára og hefur varið mark Fjölnis undanfarin tvö tímabil. Hann hóf meistaraflokksferil sinn með Hugin á Seyðisfirði og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik sumarið 2009.

Eftir tímabilið 2016 fór hann í Fram og lék með félaginu í þrjú tímabil. Fyrir tímabilið 2019 fór hann svo í Fjölni en fyrir mánuði síðan kom fram að hann yrði ekki í marki Fjölnis í sumar. Fréttaritari hafði samband við Atla og spurði hann út í stöðuna. Atli er skráður í Fjölni eins og staðan er og er ekki með skráðan KSÍ leik frá áramótum.

Hvernig er staðan á þér, hvað er planið í sumar?

„Ég er búinn að vera i smá pásu síðan í lok janúar, þ.e.a.s. frá æfingum. Hef bara verið að hreyfa mig sjálfur," sagði Atli.

„Er aðeins búinn að vera kíkja á æfingar núna en ekkert sem er fast í hendi."

Þú verður ekki með Fjölni í sumar eða hvað?

„Nei, það er ólíklegt."

Var það sameiginleg ákvörðun milli þín og félagsins? Ég hef tekið eftir umræðu um að kallað hafi eftir því að Sigurjón Daði fengi tækifærið milli stanganna.

„Ég ákvað að taka mér pásu af persónulegum ástæðum en það hafði ekkert með stöðu mína í Fjölni að gera. Við Sigurjón áttum að berjast um stöðuna líkt og seinustu tímabil. Þetta var allt í góðu gert með Fjölni, ég ákvað bara að taka mér pásu."

Teluru meiri líkur en minni að þú spilir eitthvað í sumar?

„Ég get ekkert sagt um það eins og staðan er núna," sagði Atli.


Athugasemdir
banner
banner
banner