Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 17. apríl 2021 11:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Skil ekki hvers vegna hann spilaði ekki fyrir Man Utd"
Jesse Lingard.
Jesse Lingard.
Mynd: Getty Images
Vladimir Coufal, bakvörður West Ham, skilur ekki hvers vegna Jesse Lingard fékk ekki að spila meira hjá Manchester United.

Lingard hefur farið á kostum með West Ham síðan hann kom til félagsins á láni frá Manchester United í janúar. Lingard hefur skorað átta mörk í níu leikjum og lagt upp fjögur til viðbótar.

„Jesse Lingard kom frá stærsta félagi Englands og hann kom inn með eitthvað öðruvísi. Hann er með ótrúleg gæði og ég skil ekki hvers vegna hann spilaði ekki fyrir Manchester United, eða fékk ekki tækifæri þar. Hann er ótrúlegur leikmaður og ég er glaður að spila með honum," sagði Coufal við Sky Sports.

West Ham er í Meistaradeildarbaráttu og er Lingard að spila stórt hlutverk. Annar leikmaður sem er í stóru hlutverki er miðjumaðurinn Declan Rice. Coufal var stórorður í hans garð.

„Hann er kannski besta sexa í heimi en hann getur enn bætt sig. Hann veit það sjálfur," sagði Coufal og bætti við:

„Þetta hefur verið fallegt tímabil. Markmiðið er að komast í Evrópukeppni."

West Ham sækir Newcastle heim í leik sem hefst klukkan 11:30.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner