Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mið 17. apríl 2024 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Einn í banni í bikarnum og tveir í Bestu - Njarðvík sektað um 48 þúsund
Elvar fékk reisupassann frá Sigurði Hirti á laugardaginn.
Elvar fékk reisupassann frá Sigurði Hirti á laugardaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í úrskurði aga- og úrskurðarnefndar í gær voru tveir leikmenn úrskurðaðir í leikbann en þeir fengu rauð spjöld í leikjum sinna liða um helgina. Það voru þeir Elvar Baldvinsson leikmaður Vestra og Þorsteinn Aron Antonsson leikmaður HK. Elvar missir af leik Vestra gegn KA og Þorsteinn tekur út leikbann gegn FH.

Einn leikmaður missir af 32-liða úrslitunum í Mjólkurbikarnum vegna leikbanns en það er Agnar Guðjónsson leikmaður Árbæjar. Hann hefur fengið tvö gul spjöld til þessa í keppninni og missir af leik Árbæjar gegn Fram í næstu viku.

Vestri fékk tíu refsistig gegn Breiðabliki í Bestu deildinni á laugardag og þarf að greiða fyrir það 16 þúsund krónur í sekt.

Njarðvík þarf hins vegar að greiða öllu meira því liðið fékk átta refsistig, einn leikmaður og tveir á bekknum fengu rautt. Í uppbótatíma fékk aðstoðarþjálfarinn Sigurður Már Birnisson að líta rauða spjaldið, Slavi Miroslavov Kosov fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt og loks fékk forráðamaðurnn Ingi Þór Þórisson rauða spjaldið. Alls þarf Njarðvík að greiða 48 þúsund krónur í sekt.
Athugasemdir
banner
banner
banner