Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   mið 17. apríl 2024 20:57
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Bayern áfram með tak á Arsenal - Framlengt á Etihad
Joshua Kimmich fagnar sigurmarkinu
Joshua Kimmich fagnar sigurmarkinu
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Kevin de Bruyne kom Man City til bjargar
Kevin de Bruyne kom Man City til bjargar
Mynd: Getty Images
Rodrygo gerði mark Real Madrid
Rodrygo gerði mark Real Madrid
Mynd: Getty Images
Bayern München er komið áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa unnið Arsenal, 1-0, á Allianz-leikvanginum í München í kvöld. Manchester City og Real Madrid eru á leið í framlengingu.

Síðustu tíu ár hefur Bayern verið með algert tak á Arsenal og verður engin breyting á því strax.

Liðin gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leiknum á Emirates-leikvanginum og mátti því búast við öðrum hörkuleik í kvöld.

Í fyrri hálfleiknum var þetta stál í stál. Liðin voru ekki að gefa mörg færi á sér í fyrri hálfleiknum en það lifnaði aðeins betur yfir þessu í síðari.

Leon Goretzka átti skalla í slá í upphafi síðari hálfleiks áður en David Raya varði frákastið frá Raphael Guerreiro.

Bayern náði ágætis stjórn á leiknum og þegar tæpur hálftími var eftir kom sigurmarkið. Leroy Sane kom með fyrirgjöf frá hægri sem fór yfir allan pakkann og á Guerreiro. Hann kom með boltann inn í teig og þar var Joshua Kimmich mættur á ferðinni og þrumuskallaði boltann í netið.

Arsenal tókst ekki að jafna leikinn og er því úr leik í Meistaradeildinni þetta árið. Þetta er í fimmta sinn á síðustu tuttugu árum sem Bayern hendir Arsenal úr úrslitakeppninni.

Bayern hefur átt slakt tímabil í Þýskalandi en ekki annað hægt en að hrósa liðinu fyrir árangurinn í Meistaradeildinni.

Framlengt á Etihad

Manchester City og Real Madrid eru á leið í framlengingu á Etihad-leikvanginum en staðan þar er 1-1.

Liðin gerðu 3-3 jafntefli í svakalegum leik á Bernabeu í síðustu viku og hefur þessi einnig verið þokkaleg skemmtun.

Rodrygo skoraði fyrir Madrídinga á 12. mínútu eftir einfaldan undirbúning Vinicius Junior. Ederson varði fyrsta skot Rodrygo, sem fékk síðan boltann aftur og kláraði í netið.

Erling Braut Haaland kom sér í ágætis skallafæri sjö mínútum síðar en boltinn í slá.

Man City var undir í hálfleik en í þeim síðari var liðið með öll völd og Madrídingar sættu sig bara við að verjast.

Það var því vel verðskuldað þegar Kevin De Bruyne jafnaði metin á 76. mínútu. Jeremy Doku sendi frá sér boltann, sem fór af Antonio Rüdiger og til De Bruyne sem setti boltann upp í þaknetið.

Heimamenn fengu fullt af tækifærum til að gera út um leikinn undir lokin. De Bruyne fékk boltann í miðjum teignum á 82. mínútu en setti boltann hátt yfir.

Ekki var meira skorað eftir venjulegan leiktíma og fer nú að hefjast framlenging.

Úrslit og markaskorarar:

Bayern 1 - 0 Arsenal (3-2, samanlagt)
1-0 Joshua Kimmich ('63 )

Manchester City 1 - 1 Real Madrid (Framlengt)
0-1 Rodrygo ('12 )
1-1 Kevin De Bruyne ('76 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner