Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   mið 17. apríl 2024 19:06
Brynjar Ingi Erluson
Þurfa að punga út 150 milljónum evra til að fá lykilmann Leverkusen
Florian Wirtz
Florian Wirtz
Mynd: Getty Images
Þýska félagið Bayer Leverkusen ætlar að gera allt sem í valdi þess stendur til að halda þýska landsliðsmanninum Florian Wirtz áfram á næsta tímabili.

Wirtz, sem er 20 ára gamall, er næsta stórstjarna Þýskalands, en hann er að eiga stórkostlegt tímabil með Leverkusen.

Um helgina skoraði hann þrennu er Leverkusen tryggði sér þýska deildarameistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Á tímabilinu hefur hann skorað 17 mörk og lagt upp 18 í 41 leik, en öll stærstu félög Evrópu eru að horfa til hans í sumar.

Leverkusen vill ekki missa þá leikmenn sem hafa náð þessum sögulega árangri undir stjórn Xabi Alonso og til að fæla félög frá hefur það sett 150 milljóna evra verðmiða á Wirtz.

Fernando Carro, framkvæmdastjóri Leverkusen, sagði í viðtali á dögunum að hann væri opinn fyrir því að selja Wirtz svo lengi sem félög séu reiðubúin að koma til móts við verðmiðann.

„Það er enginn óseljanlegur, en Wirtz fer ekki fyrir minna en 150 milljónir evra,“ sagði Carro við MARCA.

Hans-Joachim Wirtz, faðir Florian, segir leikmanninn ekkert vera að flýta sér í stærra félag og sé meira en tilbúin til að klára þau þrjú ár sem hann á eftir af samningi sínum í Leverkusen.
Athugasemdir
banner
banner