mán 17. maí 2021 22:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Skrýtnir tilburðir" en samt „rétt víti"
Pálmi Rafn skoraði úr vítinu.
Pálmi Rafn skoraði úr vítinu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
KR fékk vítaspyrnu í seinni hálfleiknum gegn Val í Pepsi Max-deildinni í kvöld og það gerði leikinn spennandi á síðustu mínútunum.

Í stöðunni 1-3 féll Stefán Árni Geirsson í teignum og Pétur Guðmundsson dæmdi víti. Pálmi Rafn Pálmason fór á punktinn og skoraði af öryggi.

Stefán Árni var lengi að detta, hann tók eitt aukaskref og datt svo. Það var rætt um atvikið í Stúkunni á Stöð 2 Sport.

„Tilburðirnir eru skrýtnir og það hjálpar honum ekki þegar búið er að sýna þetta hægt," sagði Atli Viðar Björnsson, fyrrum sóknarmaður FH.

„Patrick snertir hann samt, þetta eru framherjartilburðir í varnarleiknum og rétt víti."

„Enn og aftur erum við að sjá leikmenn fara niður í teignum í varnarleik inn í teignum," sagði Jón Þór Hauksson sem vill sjá menn standa í fæturnar inn í teig.

Hægt er að lesa nánar um leikinn í Vesturbæ með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner