Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford fær endurkomuleið á Old Trafford - Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
   mán 05. janúar 2026 18:02
Ívan Guðjón Baldursson
Endurkalla miðvörð eftir meiðsli Dias og Gvardiol
Rúben Dias meiddist gegn Chelsea.
Rúben Dias meiddist gegn Chelsea.
Mynd: EPA
Stórveldið og titilbaráttuliðið Manchester City er að endurkalla miðvörðinn Max Alleyne til baka úr láni hjá Watford.

Man City er að glíma við meiðsli og missti miðverðina Josko Gvardiol og Rúben Dias meidda af velli í jafntefli gegn Chelsea um helgina.

Abdukodir Khusanov og Nathan Aké komu inn af bekknum í staðinn en City vantar fleiri miðverði enda er mikið leikjaálag framundan í janúar.

Stjórn félagsins þurfti að bregðast fljótt við og var tekin ákvörðun um að endurkalla Alleyne, sem er 20 ára gamall og hefur verið að gera flotta hluti á láni hjá Watford.

Alleyne hefur byrjað flesta deildarleiki Watford á tímabilinu og staðið sig vel, en hann hefur alla tíð verið mikilvægur hlekkur í yngri landsliðum Englands. Hann á í heildina 25 landsleiki að baki, þar af eru fjórir fyrir U21 liðið.
Athugasemdir
banner
banner