Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   mán 05. janúar 2026 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
McFarlane og Knutsen orðaðir við Strasbourg
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Franska félagið Strasbourg er að horfa í kringum sig í leit að nýjum þjálfara til að taka við stjórn af Liam Rosenior, sem er að öllum líkindum að taka við systurfélaginu á Englandi - Chelsea.

Rosenior hefur gert flotta hluti með Strasbourg eftir að hafa stýrt Hull City við góðan orðstír þar áður. Hann tekur við af Enzo Maresca hjá Chelsea.

Strasbourg er að skoða ýmsa mögulega arftaka og er Gary O'Neil, fyrrum stjóri Wolves og Bournemouth, á óskalistanum.

O'Neil hefur verið án starfs í rúmt ár, allt síðan hann var rekinn frá Úlfunum í desember 2024. Eric Ramsay, Calum McFarlane, Will Still og Kjetil Knutsen eru meðal þeirra sem hafa verið nefndir sem mögulegir arftakar Rosenior hjá Strasbourg.

Ramsay er fyrrum aðstoðarþjálfari hjá Manchester United og núverandi aðalþjálfari Minnesota United. McFarlane er bráðabirgðaþjálfari Chelsea eftir brottför Enzo Maresca á meðan Will Still er án starfs eftir að hafa stýrt Southampton í fimm mánuði í fyrra.

Að lokum er Kjetil Knutsen þjálfari Bodö/Glimt í Noregi.
Athugasemdir
banner
banner