Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 17. maí 2022 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Mbl.is 
Sara Björk ekki áfram hjá Lyon - „Margt sem kemur til greina"
Sara Björk fer frá Lyon
Sara Björk fer frá Lyon
Mynd: Getty Images
Árni Vilhjálmsson spilar með Rodez og mun skoða stöðu sína í sumar
Árni Vilhjálmsson spilar með Rodez og mun skoða stöðu sína í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir er á förum frá franska félaginu Lyon en þetta staðfesti hún í samtali við Víði Sigurðsson á mbl.is í gær.

Sara Björk gekk til liðs við Lyon sumarið 2020 og var fljót að láta til sín taka með því að skora í úrslitaleik Meistaradeildarinar gegn sínu gamla félagi, Wolfsburg.

Hún tók sér frí frá apríl á síðasta ári eftir að hún greindi frá því að hún væri ólétt. Sara snéri svo aftur í mars á þessu ári og hefur komið við sögu í síðustu leikjum. Liðið er einum sigri frá því að vinna frönsku deildina og er þá komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu.

Samningur hennar við Lyon rennur út í sumar og staðfesti Sara Björk við mbl.is að hún ætlaði sér ekki að vera áfram.

„Já, þetta er ákveðið mál, ég fer frá Lyon eft­ir tíma­bilið, og eins og staðan er í dag er margt sem kem­ur til greina," sagði Sara við mbl.is.

Ekki er ljóst hvar hún mun spila en nokkrar deildir koma til greina.

„Nú erum við bara að þreifa okk­ur áfram og sjá hvað sé best í stöðunni. Það er margt í boði og spurn­ing­in er hvað hent­ar best á þess­um tíma­punkti. Deild­irn­ar í Englandi, Frakklandi, Þýskalandi og á Spáni eru all­ar mjög spenn­andi og ég vil halda mig á þeim slóðum," sagði hún ennfremur.

Hún og Árni Vilhjálmsson, leikmaður Rodez, búa saman í Frakklandi og eiga soninn Ragnar Frank, en Árni samdi við Rodez til að vera nær fjölskyldunni. Hann er samningsbundinn B-deildarliðinu næstu tvö árin en gæti nú þurft að skoða sín mál.

„Það væri áhuga­vert að vera áfram með Rodez en fjöl­skyld­an er núm­er eitt. Það mun alltaf finn­ast lausn á þessu," sagði Árni.
Athugasemdir
banner
banner