þri 17. maí 2022 13:59
Fótbolti.net
„Valur eina liðið sem á að halda í við Blikana"
Blikar fagna í leiknum gegn Víkingum.
Blikar fagna í leiknum gegn Víkingum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég get ekki séð að þetta verði mót," segir Tómas Þór Þórðarson í Innkastinu þar sem farið var yfir 3-0 útisigur Breiðabliks gegn Víkingi.

Blikar eru með fullt hús eftir sex umferðir og ljóst að erfitt verður að stöðva þá ef þeir halda áfram á þessari siglingu. En hvaða lið er líklegast til að geta veitt þeim keppni um Íslandsmeistaratitilinn?

„Valur, einfaldlega út af mannskapnum. Þetta hefur verið seigla og hark hjá þeim en verið að ná í stigin. Þar til KA sýnir okkur að þeir geti haldið þessu lengur áfram er erfitt að spá þeim titilbaráttu. Sérstaklega í 27 umferðir. Eina liðið sem á að halda í við Blikana, ekki beint út af spilamennsku heldur breidd, er Valur," segir Tómas.

„KA á eftir að mæta öllum liðunum í efri helmingnum nema KR. Þeir hafa verið að mæta liðum í neðri hlutanum og gert það mjög vel að klára þau verkefni. Þeir hafa unnið 3-0 gegn ÍA og ÍBV en svo verið að harka þetta í gegn," segir Sæbjörn Steinke í þættinum.

„KA þarf að spila við betri fótboltalið áður en við mætum með dómstólinn. Sérstaklega í ljósi þess að deildinni verður tvískipt þar sem þeir mæta bara góðu liðunum. Ég held að KA verði í efri hlutanum, það sé klárt mál, en þeir þurfa að sýna hvað þeir gera gegn stóru liðunum," segir Tómas.
Innkastið - Enginn á séns í Blika og fallfnykur í Breiðholti og Eyjum
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner