„Það er hundfúlt að ná ekki allavega einu stigi," segir Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, eftir 0-1 tap liðsins gegn Víkingi.
ÍA er í neðsta sæti Bestu deildarinnar, fimm stigum frá öruggu sæti, og staðan ekki góð.
ÍA er í neðsta sæti Bestu deildarinnar, fimm stigum frá öruggu sæti, og staðan ekki góð.
Lestu um leikinn: ÍA 0 - 1 Víkingur R.
„Við höldum bara áfram, við getum ekki hugsað um hvað hin liðin eru að gera. Við erum neðstir í deildinni og erum í erfiðustu stöðunni. Ef leikmenn væru ekki að leggja sig fram á æfingasvæðinu og vellinum og við værum ekkert að sýna í leikjunum þá hefði maður áhyggjur en þannig er það ekki."
Í viðtalinu fer Lárus Orri vel yfir það hvernig leikplanið og frammistaðan hjá ÍA var í leiknum. Í lok viðtalsins vildi hann svo koma einu að.
„Áður en þú hættir; þið verðið að kíkja á 8. mínútu, fá Spiideo vél eða eitthvað og sjá þegar Ómar er sleginn í magann. Það blasti við okkur á hliðarlínunni og við hliðina á mér stendur fjórði dómari sem var ekki að gera neitt annað en að fylgjast með þessu. Ómar er kýldur í magann, menn verð að sjá svona hluti þegar þeir eiga sér stað," segir Lárus að lokum.
Er hann þar að tala um atvik þar sem Ómar Björn Stefánsson, leikmaður ÍA, liggur eftir á vellinum eftir einhver viðskipti við Davíð Örn Atlason við hliðarlínuna rétt hjá varamannabekkjunum.
Athugasemdir