Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
Jökull: Ég er alveg rólegur með alla umræðu um fyrir hvað við stöndum
Davíð Smári: Sálfræði leikþáttur á hliðarlínunni hjá þjálfara annars liðsins
Halli Hróðmars: Það var farið í allar klisjurnar
Gunnar Heiðar: Missum aðeins fókus í þessum varnarhlutverkum okkar í þeim mómentum
Venni: Ef það er innan seilingar og í augnsýn þá er bjánalegt að stefna ekki á það
Hemmi: Þetta var eins og skotæfing í 90 mínútur
   sun 17. ágúst 2025 21:24
Elvar Geir Magnússon
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA.
Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er hundfúlt að ná ekki allavega einu stigi," segir Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, eftir 0-1 tap liðsins gegn Víkingi.

ÍA er í neðsta sæti Bestu deildarinnar, fimm stigum frá öruggu sæti, og staðan ekki góð.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  1 Víkingur R.

„Við höldum bara áfram, við getum ekki hugsað um hvað hin liðin eru að gera. Við erum neðstir í deildinni og erum í erfiðustu stöðunni. Ef leikmenn væru ekki að leggja sig fram á æfingasvæðinu og vellinum og við værum ekkert að sýna í leikjunum þá hefði maður áhyggjur en þannig er það ekki."

Í viðtalinu fer Lárus Orri vel yfir það hvernig leikplanið og frammistaðan hjá ÍA var í leiknum. Í lok viðtalsins vildi hann svo koma einu að.

„Áður en þú hættir; þið verðið að kíkja á 8. mínútu, fá Spiideo vél eða eitthvað og sjá þegar Ómar er sleginn í magann. Það blasti við okkur á hliðarlínunni og við hliðina á mér stendur fjórði dómari sem var ekki að gera neitt annað en að fylgjast með þessu. Ómar er kýldur í magann, menn verð að sjá svona hluti þegar þeir eiga sér stað," segir Lárus að lokum.

Er hann þar að tala um atvik þar sem Ómar Björn Stefánsson, leikmaður ÍA, liggur eftir á vellinum eftir einhver viðskipti við Davíð Örn Atlason við hliðarlínuna rétt hjá varamannabekkjunum.
Athugasemdir
banner
banner