Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
   sun 17. ágúst 2025 21:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Draumabyrjun fyrir Ísak - Óttar Magnús á skotskónum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson átti draumabyrjun fyrir Köln í dag þegar liðið vann ótrúlega dramatískan sigur gegn Regensburg í þýska bikarnum.

Regensburg náði forystunni en Köln jafnaði metin þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Það var síðan Ísak sem tryggði liðinu sigur tveimur mínútum síðar.

Þetta var fyrsti keppnisleikurinn hans fyrir Köln en hann gekk til liðs við félagið frá Dusseldorf í sumar.

Óttar Magnús Karlsson gekk til liðs við Renate í ítölsku C-deildinni í síðasta mánuði. Hann jafnaði metin gegn Pergolettese í ítalska C-deildarbikarnum í gær. Hann sá til þess að leikurinn fór í vítaspyrnukeppni þar sem Renate vann 3-1.

Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði Noah sem lagði FC Gandzasar í 2. umferð armensku deildarinnar í dag. Liðið er með fullt hús stiga.

Sveinn Aron Guðjohnsen var ónotaður varamaður þegar Sarpsborg tapaði 4-0 gegn Valerenga í norsku deildinni. Sarpsborg er í 11. sæti með 22 stig eftir 18 umferðir.



Athugasemdir