Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
   sun 17. ágúst 2025 21:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalski bikarinn: Sigur í fyrsta leik Modric
Mynd: EPA
Luka Modric spilaði sinn fyrsta keppnisleik fyrir AC Milan í kvöld þegar liðið komst áfram í bikarnum.

Rafael Leao kom Milan yfir gegn Bari sem leikur í næst efstu deild. Leao þurfti hins vegar að fara af velli stuttu síðar.

Christian Pulisic tryggði liðinu síðan sigur með marki strax í upphafi seinni hálfleiks.

Modric kom inn á 66. mínútu í sínum fyrsta keppnisleik fyrir liðið en hann gekk til liðs við Milan eftir 13 ára veru hjá Real Madrid.

Frosinone var í harðri fallbaráttu í B-deildinni á síðustu leiktíð. Liðið vann Monza sem endaði í neðsta sæti í A-deildinni. Parma lagði Pescara og Pisa lagði Cesena eftir vítaspyrnukeppni.

Monza 0 - 1 Frosinone
0-1 G. Kvernadze ('90 )
Rautt spjald: S. Ganvoula, Monza ('90)

Parma 2 - 0 Pescara
1-0 M. Pellegrino ('47 )
2-0 M. Pellegrino ('65 )

Cesena 0 - 0 Pisa (1-2 í vítakeppni)
Rautt spjald: A. Calabresi, Pisa ('89)

Milan 2 - 0 Bari
1-0 Rafael Leao ('14 )
2-0 Christian Pulisic ('48 )
Athugasemdir
banner
banner
banner