Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 17. september 2019 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Er þannig alinn upp að ég virði mína samninga"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindavíkur, tjáði sig um framtíð sína í viðtali eftir jafntefli gegn ÍA í Pepsi Max-deildinni í gær.

Miklar líkur eru á því að Grindavík falli um deild, liðið er sex stigum frá öruggu sæti og á eftir tvo leiki. Það þarf allt að ganga upp til þess að Grindavík spili í Pepsi Max-deildinni áfram á næsta tímabili.

„Ég er þannig alinn upp að ég virði mína samninga. Ég er samningsbundinn út næsta tímabil og það er ekki neitt annað í myndinni að leika með Grindavík, sama hvort það verður í 1. deild eða efstu deild," sagði Gunnar.

„Ég tel mig ekki vera yfir það hafinn að spila í 1. deild. Ég gekk aftur til liðs við Grindavík þegar liðið var í 1. deild 2016. Ef við þurfum að taka það á okkur að koma liðinu aftur, þá ætla ég að vera fyrsti maðurinn sem tekur þátt í því."

Viðtalið við hann í heild sinni er hér að neðan.
Gunnar Þorsteins: Stefnum hraðbyrði að jafnteflismetinu
Athugasemdir
banner
banner
banner