Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 17. september 2019 14:30
Magnús Már Einarsson
Tobias sá fyrsti síðan 2007 til að vinna tvö ár í röð með sitthvoru liðinu
Tobias fagnar Íslandsmeistaratitlinum á Hlíðarenda í gær.
Tobias fagnar Íslandsmeistaratitlinum á Hlíðarenda í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tobias Thomsen, framherji KR, varð Íslandsmeistari annað árið í röð þegar Vesturbæingar tryggðu sér titilinn í gær.

Tobias varð Íslandsmeistari með Val í fyrra og hann varð aftur meistari á Origo-vellinum í gær þegar KR tryggði titilinn með 1-0 sigri á Val.

Ástgeir Ólafsson velti því fyrir sér á Twitter hvort Tobiaas sé fyrsti leikmaðurinn til að vinna deildina tvö ár í röð með sitthvoru liðinu síðan varnarmaðurinn Zoran Miljkovic náði því með ÍA og ÍBV 1996 og 1997.

Jóhann Skúli Jónsson benti þá á að Baldur Bett varð Íslandsmeistari með Val árið 2007, ári eftir að hann varð Íslandsmeistari með FH.

Tobias hefur skorað sex mörk í sumar og verið fastamaður í fremstu víglínu KR.

Tobias spilaði einnig með KR árið 2017 en í fyrra var hann mikið á bekknum hjá Val og skoraði einungis eitt mark í fjórtán leikjum.


Athugasemdir
banner
banner
banner