Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 17. september 2021 14:13
Elvar Geir Magnússon
Pep ætlar ekki að biðjast afsökunar
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola,stjóri Manchester City, segir að orð sín varðandi mætingu stuðningsmanna á völlinn hafi verið misskilin. Hann segist ekki hafa í huga að biðjast afsökunar á ummælum sínum.

„Ef það er eitthvað vandamál fyrir stuðningsmenn þá skal ég stíga til hliðar," segir Guardiola sem hafði kallað eftir betri mætingu.

Kevin Parker, formaður stuðningsmannafélags Man City, brást illa við ummælum Guardiola og vikunni og sagði að hann ætti að einbeita sér að þjálfun liðsins. Hann hefði ekki skilning á stöðu stuðningsmanna og að það væri ekki sjálfsagt að komast á völlinn í miðri viku.

Það hefur verið verri mæting á heimaleiki Manchester City í miðri viku en um helgar. 38.062 áhorfendur mættu á leikinn gegn RB Leipzig á miðvikudaginn en 55 þúsund sæti eru á Etihad leikvangnum.

„Orð mín voru túlkuð á rangan hátt. Ég ætla ekki að biðjast afsökunar," segir Guardiola sem fagnaði 300. leik sínum við stjórnvölinn með 6-3 sigri gegn RB Leipzig.

„Ég er afskaplega þakklátur fyrir stuðninginn gegn Leipzig. Við erum þakklátir því fólki sem styður okkur því við þurfum á okkar fólki að halda. Ég sit ekki hérna og spyr mig af hverju fólk er ekki að mæta. Ef þetta er vandamál fyrir stuðningsmenn þá stíg ég til hliðar. Ég er ánægður á Etihad með okkar fólki og geri mitt besta í að vera hluti af heild, við gerum þetta saman."
Athugasemdir
banner
banner
banner