Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 17. september 2022 11:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gummi Hreiðars með Heimi en hinir ekki - „Hann elskar sólina"
Heimir og Gummi Hreiðars í sólinni.
Heimir og Gummi Hreiðars í sólinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson var í gær staðfestur sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíku. Hann gerði fjögurra ára samning og mun að minnsta kosti stýra liðinu fram yfir HM 2026.

Það voru fréttir um það í fjölmiðlum þar í landi um daginn að Heimir væri að taka þrjá þjálfara með sér sem hann þekkti vel frá tíma sínum með íslenska landsliðið; Guðmund Hreiðarsson, Helga Kolviðsson og Sebastian Boxleitner.

Heimir sagði í samtali við RÚV í gær að þau tíðindi stönguðust aðeins á við sannleikann.

Hann sagði vissulega að Guðmundur, sem er markvarðarþjálfari, væri að koma með sér en Helgi og Boxleitner ekki. Hann væri að fá sænskan þjálfara með sér sem heitir John Erik Wall. Hann hefur starfað sem greinandi fyrir finnska landsliðið.

„Hann elskar sólina," sagði Heimir léttur um Gumma Hreiðars.

Spurður út í launamál
Heimir var líka spurður út í launamál hjá Jamaíku í viðtalinu, hversu vel hann væri að fá borgað. „Þetta er örugglega bara svipað og maður hefði fengið á Íslandi. Þetta er ekki stórt knattspyrnusamband og ekki auðugt land en það á ríkan kúltúr og það er ótrúlega gaman að hitta fólk hérna. Það vegur upp á móti hinu," sagði Heimir.

Allt viðtalið má sjá með því að smella hérna
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner