Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 17. september 2022 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ísland í dag - Lokaumferðin fyrir tvískiptinguna fer fram í dag
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Það er risastór dagur í íslenska fótboltanum í dag en flestum deildakeppnum lýkur í dag.


Það er heil umferð í Bestu deildinni kl 14 í dag. Þetta er síðasta umferðin áður en deildin skiptist í tvennt. Fram og Keflavík mætast í áhugaverðum leik.

Sjá einnig:
Síðasta umferð fyrri tvískiptingu - Sjö atriði til að fylgjast með

Sigurvegarinn gæti endað í efri helmingnum ef Stjarnan tapar gegn FH á heimavelli. KA getur tekið 2. sætið af Víking ef liðið vinnur Val og Víkingur tapar gegn KR.

ÍA og Leiknir mætast síðan í leik sem sker úr um hvort liðið verður á botninum þegar úrslitakeppnin hefst.

Það er spenna í 3. deild um titilinn þar sem Dalvík/Reynir er á toppnum fyrir lokaumferðina í dag með tveggja stiga forystu á Sindra.

Lokaumferð Lengjudeildarinnar fer fram í dag og úrslit í 4. deild. Þá er einn leikur í Bestu deild kvenna.

laugardagur 17. september

Besta-deild karla - Fyrstu 22 umferðirnar
14:00 Stjarnan-FH (Samsungvöllurinn)
14:00 ÍA-Leiknir R. (Norðurálsvöllurinn)
14:00 Víkingur R.-KR (Víkingsvöllur)
14:00 Breiðablik-ÍBV (Kópavogsvöllur)
14:00 Fram-Keflavík (Framvöllur - Úlfarsárdal)
14:00 Valur-KA (Origo völlurinn)

Besta-deild kvenna
16:15 ÍBV-Valur (Hásteinsvöllur)

Lengjudeild karla
14:00 Afturelding-Fjölnir (Malbikstöðin að Varmá)
14:00 Þróttur V.-Kórdrengir (Vogaídýfuvöllur)
14:00 HK-Vestri (Kórinn)
14:00 Grótta-Grindavík (Vivaldivöllurinn)
14:00 Selfoss-KV (JÁVERK-völlurinn)
14:00 Þór-Fylkir (SaltPay-völlurinn)

2. deild karla
13:00 Höttur/Huginn-KF (Vilhjálmsvöllur)
14:00 Reynir S.-KFA (BLUE-völlurinn)
14:00 ÍR-Njarðvík (ÍR-völlur)
14:00 Víkingur Ó.-Haukar (Ólafsvíkurvöllur)
14:00 Þróttur R.-Ægir (AVIS völlurinn)
16:00 Magni-Völsungur (Grenivíkurvöllur)

2. deild kvenna - Neðri hluti
16:30 Sindri-Hamar (Sindravellir)

3. deild karla
14:00 Dalvík/Reynir-Augnablik (Dalvíkurvöllur)
14:00 Elliði-KFG (Fylkisvöllur)
14:00 KFS-Vængir Júpiters (Týsvöllur)
14:00 Sindri-ÍH (Sindravellir)
14:00 Kormákur/Hvöt-KH (Blönduósvöllur)

4. deild karla - úrslitakeppni
14:00 Ýmir-Hvíti riddarinn (Fagrilundur - gervigras)
15:00 Árbær-Einherji (Sauðárkróksvöllur)


Athugasemdir
banner
banner
banner