Arsenal vill Phillips, Neto og Gimenez - Chelsea vill Osimhen og Toney - Newcastle vill Andersen
   sun 17. september 2023 17:39
Brynjar Ingi Erluson
Emilía, Hlín og Sveindís allar á skotskónum
watermark Sveindís skoraði fyrir Wolfsburg
Sveindís skoraði fyrir Wolfsburg
Mynd: Getty Images
watermark Hlín skoraði og lagði upp
Hlín skoraði og lagði upp
Mynd: Kristianstad
watermark Emilía Kiær Ásgeirsdóttir skoraði bæði mörk Nordsjælland
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir skoraði bæði mörk Nordsjælland
Mynd: Getty Images
Íslensku landsliðskonurnar gerðu vel í Evrópuboltanum og það rétt fyrir landsleikjahlé.

Sveindís Jane Jónsdóttir gerði þriðja mark Wolfsburg í 3-0 sigri á Bayer Leverkusen í fyrstu umferð þýsku deildarinnar í dag.

Sveindís fór af velli á 59. mínútu en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, sem er á láni hjá Leverkusen frá Bayern München, yfirgaf völlinn þegar tuttugu mínútur voru eftir.



Hlín Eiríksdóttir skoraði og lagði upp í 2-1 sigri Kristianstad á Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni. Hlín lagði upp fyrra markið á 34. mínútu og skoraði síðan sjálf annað markið undir lok hálfleiksins.

Landsliðskonan hefur komið að fimmtán mörkum í tuttugu leikjum á tímabilinu, en Kristianstad er í 6. sæti með 38 stig.



Bergþóra Sól Ásmundsdóttir kom inn af bekknum þegar stundarfjórðungur var eftir í 3-0 tapi Örebro gegn Linköping, en Örebro er í 11. sæti með 17 stig.

Guðný Árnadóttir lék allan leikinn í vörn AC Milan sem tapaði fyrir Roma, 4-2, í Seríu A á Ítalíu. Þetta var fyrsti leikur tímabilsins hjá Milan.

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir skoraði þá bæði mörk Nordsjælland í 2-0 sigrinum á Álaborg. Hún hefur verið sjóðandi heit í deildinni og er með fjögur mörk í fyrstu fjórum leikjunum.

Hildur Antonsdóttir var í byrjunarliði Fortuna Sittard sem vann Feyenoord, 3-1, í hollensku úrvalsdeildinni. Hún lék allan leikinn en María Catharina Ólafsdóttir Gros kom inn af bekknum. Sittard er með fullt hús stiga eftir tvo leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner