Arsenal vill Phillips, Neto og Gimenez - Chelsea vill Osimhen og Toney - Newcastle vill Andersen
   sun 17. september 2023 23:10
Brynjar Ingi Erluson
Náðu aldrei að ógna Arsenal - „Það er ekki hægt að breyta öllu í einum glugga“
Sean Dyche
Sean Dyche
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Sean Dyche, stjóri Everton, einblíndi á smáatriðin í viðtali eftir 1-0 tapið gegn Arsenal á Goodison Park í dag.

Eina mark leiksins gerði Leandro Trossard eftir vel útfærða hornspyrnu gestanna.

Dyche var að mestu ánægður með leik sinna manna en sóknarleikurinn var ekki upp á marga fiska og þá segir hann að smáatriðin hafi drepið Everton í dag.

„Þessi leikur verðskuldaði ekki sigurvegara. Við vörðumst af áræðni en náðum aldrei að halda í boltann. Varnarlega lögðum við mikið á okkur en sóknarlega vorum við aldrei nálægt því að koma höggi á Arsenal og hafa áhrif,“ sagði Dyche.

„Þeir pressuðu vel og við vorum óvissir hvort við ættum að senda stutt eða langt. Þú verður að koma fyrstu sendingunni frá eftir að hafa unnið boltann, ef þú gerir það ekki þá geta lið ekki farið í skyndisókn.“

„Smáatriðin í föstu leikatriðunum, þetta var góð afgreiðsla hjá þeim, en rosalega slakt í smáatriðunum í okkar leik,“
sagði Dyche.

Everton er aðeins með eitt stig úr fyrstu fimm leikjunum en stigasöfnunin hefur komið Dyche á óvart.

„Ég var að búast við að við myndum ná í fleiri stig, svona miðað við tilfinninguna í hópnum á undirbúningstímabilinu. Frammistaðan hefur verið til staðar en smáatriðin drepa þig í fótbolta.“

„Ég sagði mjög skýrt eftir síðasta tímabil að það væri mikil vinna framundan. Það er enn staðan og það er ekki hægt að breyta öllu í einum glugga,“
sagði Dyche.
Athugasemdir
banner
banner
banner