Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 17. október 2019 14:22
Magnús Már Einarsson
Tíu ár frá sundbolta marki Bent gegn Liverpool
Markið fræga.
Markið fræga.
Mynd: Getty Images
Darren Bent fagnar.
Darren Bent fagnar.
Mynd: Getty Images
Í dag eru tíu ár liðin síðan furðulegasta mark í sögu ensku úrvalsdeildarinnar var skorað. Darren Bent, framherji Sunderland, átti þá skot sem virtist vera að fara beint á Pepe Reina í markinu í leik gegn Liverpool.

Boltinn fór í sundbolta sem hafði verið hent inn á völlinn. Boltinn breytti því um stefnu og endaði á að fara framhjá varnarlausum Reina í markið.

Callum Campbell, 16 ára stuðningsmaður Liverpool hafði hent boltanum inn á völlinn úr stúkunni. Eftir leikinn fékk hann líflátshótanir frá öðrum reiðum stuðningsmönnum Liverpool.

„Hvernig átti ég að vita að þetta myndi gerast? Þetta var bara gert til skemmtunar og ef ég gæti spólað aftur í tímann og gert þetta öðruvísi, með því að henda boltanum til áhorfenda í stað þess að henda honum á völlinn, þá myndi ég gera það," sagði Campbell.

Markið hefði í raun ekki átt að standa þar sem í fótboltalögunum kemur fram að ef aðskotahlutur truflar leik þá eigi að stöðva leikinn og fara með hlutinn af vellinum.

Mike Jones, dómari leiksins, fylgdi ekki þessari reglu og var refsað með því að dæma í ensku B-deildina helgina eftir í stað þess að dæma í úrvalsdeildinni.

Sundboltinn sjálfur endaði á fótboltasafni í Manchester þar sem hægt er að skoða hann í dag.

Pepe Reina hefur sjálfur ekki ennþá jafnað sig eftir atvikið eins og sjá má á Twitter færslu hans í fyrra.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner