lau 17. október 2020 18:07
Victor Pálsson
Ítalía: Zlatan kláraði Inter á San Siro
Mynd: Getty
Zlatan Ibrahimovic kom sjóðandi heitur til leiks í Serie A í dag þegar AC Milan mætti grönnum sínum í Inter Milan á San Siro.

Stórleik helgarinnar á Ítalíu var að ljúka en það voru þeir rauðklæddu í Mílanó sem höfðu betur með tveimur mörkum gegn einu.

Zlatan greindist nýlega með kórónuveiruna en sneri aftur á völlinn í dag og var í byrjunarliði Milan í viðureigninni.

Eftir aðeins 16 mínútur var staðan orðin 2-0 fyrir Milan en Zlatan skoraði tvö mörk á 13. og 16. mínútu leiksins.

Inter tókst að minnka muninn á 29. mínútu fyrri hálfleiks þegar Romelu Lukaku skoraði og kom sínum mönnum aftur inn í leikinn.

Því miður fyrir Inter og í raun áhorfendur voru fleiri mörk ekki skoruð og lokastaðan 1-2 á San Siro. Milan er með fullt hús stiga eða 12 eftir fjórar umferðir og er Inter með sjö.

Sampdoria kom þá mörgum á óvart á eigin heimavelli er Lazio kom í heimsókn.

Þeim leik lauk með sannfærandi 3-0 sigri Sampdoria á Lazio en það síðarnefnda var að berjast um titilinn á síðustu leiktíð.

Inter Milan 1 - 2 AC Milan
0-1 Zlatan Ibrahimovic('13)
0-2 Zlatan Ibrahimovic('16)
1-2 Romelu Lukaku('25)

Sampdoria 3 - 0 Lazio
1-0 Fabio Quagliarella('32)
2-0 Tommasso Augello('41)
3-0 Mikkel Damsgaard('74)

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner