Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 17. október 2020 10:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jökull átti mjög góðan leik í gær - Er þriðji markvörður aðalliðsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jökull Andrésson er nítján ára markvörður sem er á mála hjá Reading á Englandi.

Jökull lék í gær sinn fyrsta leik með U23 liði Reading á þessari leiktíð. Hann hefur verið viðloðinn aðalliðið og hefur ekki fengið að spila með U23 liðinu til að byrja með á þessari leiktíð. Hann lék fjóra leiki með U23 fyrir tveimur árum og átta leiki á síðustu leiktíð.

Í gær vann Reading á móti Leeds í 2. riðli Premier League 2, U23-deildarinnar. Leikar enduðu 3-2.

Jökull átti frábæran leik og héldu lýsingarmenn leiksins í gær ekki vatni yfir frammistöðu Jökuls.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem Fótbolti.net hefur þá er Jökull þriðji markvörður aðalliðs Reading sem leikur í Championship deildinni.

Lestu um Jökul:
Jökull: Þurfti að vinna af mér rassgatið til að komast að hjá Reading (24. mars '20)

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner