Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
   sun 17. október 2021 12:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Albert með mark og stoðsendingu í stórsigri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
AZ Alkmaar 5-1 Utrecht
1-0 Pavlidis
2-0 Karlsson
3-0 de Wit
4-0 de Wit
5-0 Albert Guðmundsson, víti
5-1 Timber

Albert Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar sem mætti Utrecht í hollensku úrvalsdeildinni í dag. Fyrir leikinn var Utrecht í 3. sæti en AZ í því fjórtánda. Þrátt fyrir það vann AZ risa sigur 5-1.

AZ komst yfir strax á 6. mínútu en Vangelis Pavlidis kom boltanum yfir línuna eftir sendingu frá Alberti. Hann fékk langa sendingu fram og tók glæsilega á móti boltanum og sendi boltann fyrir opið markið á Pavlidis og eftirleikurinn auðveldur.

Staðan var 3-0 í hálfleik en AZ bætti fjórða markinu við eftir 10 mínútur í seinni hálfleik. Albert skoraði síðan fimmta markið af vítapunktinum undir lok leiksins. Utrecht náði að klóra í bakkann í uppbótartíma.


Athugasemdir
banner
banner
banner