Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 17. október 2021 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Eru örugglega svona 15 milljónir bundnar í Hannesi næsta árið"
Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Staðan er ekki góð fyrir Hannes.
Staðan er ekki góð fyrir Hannes.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framtíð Hannesar Þórs Halldórssonar, markvarðar Vals, er í mikilli óvissu þessa stundina.

Markvörðurinn öflugi lagði landsliðshanskana á hilluna á dögunum eftir frábæran landsliðsferil þar sem hann fór með Íslandi á bæði Evrópu- og Heimsmeistaramótið.

Hann hefur spilað í marki Vals síðustu ár og á eitt ár eftir af samningi en Heimir Guðjónsson, þjálfari liðsins, ætlar sér ekki að nota hann næsta sumar. Guy Smit var fenginn frá Leikni á dögunum og verður hann væntanlega aðalmarkvörður liðsins á næsta tímabili.

„Ég veit að þjálfarinn vill ekki hafa mig hjá félaginu og ég hef hvorki heyrt hóst né stunu frá félaginu síðan mér var tilkynnt það. Ég veit ekki hvers vegna eða hvernig menn hyggjast leysa þá stöðu, en ég er steinhissa á þessari stöðu," sagði Hannes í samtali við K100 í síðustu viku.

Rætt var um málið í útvarpsþættinum Fótbolta.net þar sem menn veltu fyrir sér stöðunni.

„Hver var hugsunin til að byrja með?" spurði Tómas Þór Þórðarson og svaraði Elvar Geir Magnússon: „Ég veit það ekki."

„Þú ert með manninn á samningi eitt ár í viðbót. Nú þykjast þeir vera að létta á launakostnaðinum, á sama tíma og þeir eru að ræða við stóra karla. Það er búið að gefa velvild fyrir nýrri blokk og fasteignarverð hækkar. Allt í góðu, þeir eru að missa leikmenn og þá losnar um launakostnað. En það er alveg ljóst að þeir þurfa að borga Hannesi þessar ofurfjárhæðir og standa við það sem þeir lofuðu honum. Það er fullt af peningum bundnir í honum í eitt ár í viðbót," sagði Tómas.

„Hvað ætla þeir að gera við hann? Eru þeir að vona að hann hætti og segi þá bara: 'Takið bara peningana, ég þarf ekki á þeim að halda'."

„Ég veit að þetta með Guy Smit var ekki bara að gerast rétt áður en hann skrifaði undir. Það er búið að vera langur aðdragandi að þessu. En einhvern veginn eins og Valur hafi ákveðið að ýta því undan sér að takast á við þetta," sagði Elvar.

„Það eru örugglega svona 15 milljónir bundnar í Hannesi næsta árið. Þeir virðast ekki vilja ræða við hann. Þetta er rosalega skrítið," sagði Tómas.

Ætlar ekki að hætta
Hannes sagði við K100 að hann ætlaði sér ekki að hætta. „Ég á eitt ár eftir af samningi og hafði ekkert hugsað mér að hætta í fótbolta og sérstaklega ekki svona, þannig ég sit og bíð. Fyrsta æfing hjá Val er 10. nóvember og ég er bara að fara að mæta á hana."

Það er spurning hvar Hannes verður á næsta tímabili. Því var kastað upp í útvarpsþættinum hvert myndi Hannes fara. Staðan er þannig að þurfa ekki mörg lið sem vantar markvörð og svo eru önnur félög sem hafa væntanlega ekki efni á honum.

„Hannes er bara í verstu stöðu sem ég hef séð," sagði Tómas.
Útvarpsþátturinn - Barist um bikar og landsliðsuppgjör
Athugasemdir
banner
banner
banner