Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 18. janúar 2020 19:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Newcastle með dramatískan sigur á Chelsea
Hayden var glaður með markið.
Hayden var glaður með markið.
Mynd: Getty Images
Frank Lampard, þjálfari Chelsea, svekktur.
Frank Lampard, þjálfari Chelsea, svekktur.
Mynd: Getty Images
Newcastle 1 - 0 Chelsea
1-0 Isaac Hayden ('90)

Það var ekki mikið um fína drætti þegar Chelsea heimsótti Newcastle í norðrinu á Englandi.

Joelinton átti skalla í slá á 22. mínútu og rúmum tíu mínútum síðar komst Tammy Abraham nálægt því að koma Chelsea yfir, en hælspyrna hans fór í stöngina.

Chelsea var mikið meira með boltann, en það sem skorti voru góð marktækifæri.

Leikurinn virtist stefna í markalaust jafntefli og var staðan enn markalaus þegar fjórði dómarinn hélt á skilti á 90. mínútu. Á skiltinu var það gefið til kynna að fjórar mínútur væru í uppbótartíma. Í uppbótartímanum skoraði Isaac Hayden sigurmark Newcastle.

Mikil dramatík og sigur Newcastle staðreynd. Chelsea er í fjórða sæti með fimm stigum meira en liðið í fimmta sæti, Manchester United. Newcastle fer upp í 12. sæti með 29 stig, sjö stigum frá fallsæti.

Önnur úrslit:
England: Deeney klúðraði víti í markalausu jafntefli
England: Man City og Arsenal gerðu jafntefli á heimavelli
Athugasemdir
banner
banner
banner