banner
   lau 18. janúar 2020 19:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Reykjavíkurmótið: Strákur fæddur 2005 tryggði Leikni sigur
Róbert Quental Árnason er aðeins 14 ára.
Róbert Quental Árnason er aðeins 14 ára.
Mynd: Elvar Geir Magnússon
Fram 2 - 3 Leiknir R.
0-1 Sævar Atli Magnússon ('27)
1-1 Þórir Guðjónsson ('37)
1-2 Sævar Atli Magnússon ('54, víti)
2-2 Albert Hafsteinsson ('71, víti)
2-3 Róbert Quental Árnason ('87)
Rautt spjald: Gunnar Gunnarsson, Fram ('45), Ernir Freyr Guðnason, Leiknir R. ('49)

Hann var tíðindamikill, leikurinn á milli Fram og Leiknis R. í Reykjavíkurmóti karla í kvöld.

Það fóru tvö rauð spjöld á loft og voru fimm mörk skoruð.

Að lokum fór svo að Leiknir hafði betur, 3-2. Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknismanna, gerði tvö mörk, en sigurmarkið skoraði Róbert Quental Árnason. Hann er fæddur 2005 og er því á 15. aldursári.

Leiknismenn eru með fjögur stig eftir tvo leiki og eru í öðru sæti B-riðils Reykjavíkurmótsins. Fram er án stiga eftir tvo leiki.

Sjá einnig:
Reykjavíkurmótið: Valur með öruggan sigur á Víkingi




Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner