Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   þri 18. janúar 2022 18:01
Brynjar Ingi Erluson
Afríkukeppnin: Senegal vann riðilinn - Leikmaður Vestra úr leik
Sadio Mane og Naby Keita eru báðir komnir áfram í 16-liða úrslit
Sadio Mane og Naby Keita eru báðir komnir áfram í 16-liða úrslit
Mynd: EPA
Kundai Benyu, leikmaður Vestra, er á heimleið þrátt fyrir sigur í dag
Kundai Benyu, leikmaður Vestra, er á heimleið þrátt fyrir sigur í dag
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Senegal og Gínea eru bæði komin áfram í 16-liða úrslit Afríkukeppninnar eftir úrslit dagsins en Senegal gerði markalaust jafntefli við Malaví á meðan Gínea tapaði fyrir Simbabve, 2-1, í B-riðli.

Kundai Benyu, leikmaður Vestra, var búinn að eiga fínt mót með Simbabve og spilaði fyrstu tvo leikina en var fjarri góðu gamni í dag og ekki með.

Simbabve komst yfir með skallamarki frá Knowledge Musona á 26. mínútu. Never Tigere tók hornspyrnu sem var hreinsuð aftur út til hans. Fyrirgjöfin rataði svo beint á kollinn á Musona sem stangaði hann í vinstra hornið.

Undir lok fyrri hálfleiks bætti Kudakwashe Mahachi við öðru. Það kom sending inn fyrir, varnarmaður Gíneu reyndi að brjóta, en í stað þess fór boltinn í gegnum hann á Mahachi sem lét vaða fyrir utan teig og kom Aly Keita engum vörnum við í markinu.

Naby Keita, miðjumaður Liverpool, minnkaði muninn fyrir Gíneu í byrjun síðari hálfleiks. Keita var með boltann hægra megin, ákvað að rekja hann í átt að teignum og þrumaði boltanum vinstra megin í skeytin. Keita fékk gult spjald undir lok leiks og verður í banni í 16-liða úrslitunum.

Gínea var meira og minna með boltann í leiknum en jöfnunarmarkið kom aldrei og lokatölur 2-1 fyrir Simbabve. Þessi úrslit þýða þó lítið fyrir Simbabve sem er úr leik og hafnar í neðsta sæti riðilsins með 3 stig. Gínea í öðru sæti með 4 stig og fer því í 16-liða úrslit.

Senegal vinnur riðilinn eftir markalaust jafntefli við Malaví. Senegal átti fimm skot í leiknum en ekkert á markið. Malaví spilaði þéttan varnarleik og átti þar að auki þrjú skot á markið.

Á 74. mínútu féll Gomezgani Chirwa í teignum eftir að Bouna Sarr tók hann niður. Dómarinn dæmdi vítaspyrnu en tók það til baka eftir að hafa ráðfært sig við VAR.

Malaví hafnar í 3. sæti riðilsins með 4 stig og bíður nú eftir úrslitum úr öðrum leikjum í keppninni en fjögur lið með besta árangurinn í 3. sætinu fara í 16-liða úrslitin.

Úrslit og markaskorarar:

Simbabve 2 - 1 Gínea
1-0 Knowledge Musona ('26 )
2-0 Kudakwashe Mahachi ('43 )
2-1 Naby Keita ('49 )

Malaví 0 - 0 Senegal
Athugasemdir
banner