Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
   þri 18. janúar 2022 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sif Atla: Kom smá streita að ég myndi fara eitthvað annað
Mjög stolt að fá símtölin en Selfoss langbesti kosturinn
Kvenaboltinn
Sif sneri aftur í landsliðið í haust eftir barnsburð.
Sif sneri aftur í landsliðið í haust eftir barnsburð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björn við hlið Elísabetar hjá Kristianstad.
Björn við hlið Elísabetar hjá Kristianstad.
Mynd: Twitter
„Það er bara mjög fínt að vera komin aftur til Íslands. Það er alveg pínu sjokk með veðrið en munar um -20 eða 0 gráðurnar. Ég var á útiæfingu í síðustu viku, klæddi mig eins og ég væri að fara í -20 þannig það var ágætt að geta farið að týna af sér. Þetta er bara spennandi," sagði Sif Atladóttir.

Sif samdi við Selfoss í desember eftir rúman áratug í atvinnumennsku. Hjá Selfossi spilar hún undir stjórn eiginmanns síns, Björns Sigurbjörnssonar. Sif fór erlendis árið 2010 og spilaði fyrst með Saarbrücken í Þýskalandi áður en hún samdi við Kristianstad árið 2011.

„Ég er spennt að sjá hvað hefur breyst og miðað við undirskriftir síðustu vikur hjá Þór/KA og Val og fleirum þá verður þetta stórkostlega spennandi og gaman að sjá að liðið stefna fram á við."

Voru fleiri lið en Selfoss sem komu til greina?

„Ég skoðaði það sem kom á borðið og var mjög þakklát fyrir að liðin voru að heyra í mér. Það sýnir bara metnað og hvaða hugsun þau hafa. Ég var mjög stolt að fá símtölin en út frá öllum sjónarmiðum var Selfoss langbesti kosturinn fyrir mig og fjölskylduna."

„Við Bjössi erum búin að sýna fram á að við getum unnið vel saman. Ég er spennt að sjá hann í nýju hlutverki. Hann er búinn að vera í skólanum hennar Betu í 11-12 ár. Það verður gaman að sjá hann fá að fljúga svolítið sjálfur."

„Nei, það var engin pressa frá honum,"
sagði Sif og hló. „Við ræddum þetta alveg áður og sögðum að ég myndi skoða alla mögulega kosti. Við vitum alveg hvar ég stend, ég stefni á EM og hann var þolinmóður og sýndi mér skilning í því. Það kom smá streita að ég myndi fara eitthvað annað á tímabili en svo passaði vel að fara í Selfoss."

Talandi um EM, að spila á Íslandi, minnkar það líkurnar á að vera í hópnum?

„Ég veit það ekki. Ég vel ekki hópinn sjálf því miður... ég ræddi þetta við Steina og Ása og sagði að þetta gæti verið möguleiki. Þeir segja að þeir munu velja besta hópinn fyrir EM og ég þarf bara að standa mig með mínu félagsliði til að eiga áfram möguleika á því að halda mér þar inni," sagði Sif.

Sif er 36 ára varnarmaður sem hefur spilað með FH, KR, Þrótti og Val á Íslandi. Viðtalið í heild er talsvert lengra og má sjá það í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner