Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 18. janúar 2023 21:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
McTominay vildi fá víti - „VAR skandall"
Mynd: EPA

Manchester United er marki yfir þegar skammt er til leiksloka gegn Crystal Palace á Selhurst Park.


Það var Bruno Fernandes sem skoraði markið í fyrri hálfleik en Scott McTominay vildi fá víti þegar hann var feldur í teignum eftir rúmlega 70 mínútna leik.

Chris Richards varnarmaður Palace er í fyrsta sinn í byrjunarliðinu í úrvalsdeildinni en það var hann sem tók McTominay niður í teignum. VAR dómararnir voru fljótir að taka ákvörðun um að þetta hafi ekki verið víti.

McTominay var ný kominn inn á sem varamaður fyrir Wout Weghorst sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið.


Athugasemdir
banner