Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 18. febrúar 2024 18:49
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Allt í molum eftir tap í Bochum - Upamecano fékk aftur rautt
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Bochum 3 - 2 Bayern
0-1 Jamal Musiala ('14)
1-1 Takuma Asano ('38)
2-1 Keven Schlotterbeck ('44)
3-1 Kevin Stöger ('78, víti)
3-2 Harry Kane ('87)
Rautt spjald: Dayot Upamecano, Bayern ('78)

Það er krísuástand hjá FC Bayern þessa dagana eftir þriðja tap liðsins í röð. Þetta tap kom á útivelli gegn fallbaráttuliði Bochum, þar sem varnarmaðurinn Dayot Upamecano fékk rautt spjald annan leikinn í röð.

Upamecano var skúrkurinn í 1-0 tapi gegn Lazio í Meistaradeild Evrópu í miðri viku, þegar hann fékk beint rautt spjald fyrir að brjóta af sér innan vítateigs. Í dag var Bayern 2-1 undir þegar Upamecano braut af sér innan teigs og fékk seinna gula spjaldið sitt að launum.

Bochum komst þar með í 3-1 en Harry Kane tókst að minnka muninn fyrir tíu Bæjara undir lokin.

Bayern sótti án afláts í löngum uppbótartíma en tókst ekki að setja boltann í netið framhjá Manuel Riemann sem átti stórleik í markinu. Heimamenn í Bochum komust einnig nálægt því að innsigla sigurinn með fjórða markinu en Manuel Neuer hélt Bæjörum í leiknum.

Þýskalandsmeistararnir eru núna átta stigum eftir toppliði Bayer Leverkusen sem virðist vera óstöðvandi.
Athugasemdir
banner
banner