Douglas Luiz gæti snúð aftur til Englands - Liverpool hefur áhuga á leikmanni Lyon - Nmecha til Man Utd?
   þri 18. febrúar 2025 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rodrygo: Draumur sem ég lifi á hverjum degi
Mynd: EPA
Rodrygo, leikmaður Real Madrid, spilaði 250. leik sinn með liðinu um helgina í jafntefli gegn Osasuna.

„Það hefur mikla þýðingu fyrir mig. Að spila hérna er draumur sem ég lifi á hverjum degi. Þetta er einstakt afrek og ég vil ná enn meiri árangri í þessari treyju," sagði Rodrygo.

Rodrygo var orðaður frá félaginu í sumar eftir komu Kylian Mbappe. Talið var að hann hafi verið óánægður með umfjöllun fjölmiðla í sumar en hann var sagður hafa hafnað tilboði frá Man City.

Hann var einnig orðaður við Liverpool í sumar en Liverpool var talið vilja fá hann til að leysa Mohamed Salah af hólmi en samningur hans við enska liðið rennur út næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner