mið 18. mars 2020 08:46
Elvar Geir Magnússon
Mjög langt í að enski boltinn komist aftur af stað?
Skellt í lás á Anfield.
Skellt í lás á Anfield.
Mynd: Getty Images
Mirror segir að enska úrvalsdeildin sé mögulega í verstu stöðunni af öllum stórum deildum í Evrópu.

Þetta var meðal umræðuefna á videofundi í gær með Aleksander Ceferin. forseta UEFA.

Þar kom fram að enski fótboltinn sé mögulega á eftir öðrum löndum þegar kemur að útbreiðslu kórónaveirunnar og það versta eigi eftir að koma.

Óttast er að það séu mánuðir í að leikið verði aftur í ensku úrvalsdeildinni.

Ítalska deildin gæti mögulega hafist á undan ensku úrvalsdeildinni.

Vangaveltur hafa verið í gangi um hvort hægt verði að klára tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner